11% aukning á flugfarþegum í júlí
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 24. ágú 2022 11:55 • Uppfært 24. ágú 2022 11:57
Farþegar um Egilsstaðaflugvöll voru 11% fleiri í júlí síðastliðnum samanborið við sama mánuði í fyrra. Innanlandsflugið er fyrir nokkru komið á þá ferð sem það var áður en Covid-faraldurinn skall á.
Þetta kemur fram í gögnum frá Isavia og Icelandair. Farþegar um flugvöllinn á Egilsstöðum í júlí voru 9091 sem er 11% meiri en í sama mánuði í fyrra. Þeir eru þó færri en árið 2017 þegar þeir voru ríflega 9.500.
Alls hafa tæplega 49.6000 farþegar farið um flugvöllinn það sem af er ári, 22% meiri en í fyrra. Aukning er á fleiri flugvöllum enda segir í tilkynningu Icelandair að farþegar í innanlandsflugi hafi verið um 25 þúsund, um eitt þúsund fleiri en í júlí í fyrra. Innanlandsflugið hafi rétt vel úr sér og náð fyrri stöðu. Um Akureyrarvöll fjölgaði farþegum í júlí um 26,5% milli ára og 43% fyrstu sjö mánuðina.
Sé horft á hreyfinga, það er lendinga og flugtaka, er mikil fjölgum, þær voru 444 alls eða 29% fleiri í júlí og 1939 eða 15% yfir árið. Árið 2018 voru hreyfingarnar 370 og 1865 yfir árið.
Fraktflutningar drógust hins vegar saman um 16% milli ára. Magnið er samt tæpum 10% meira yfir fyrstu sjö mánuðina heldur en í fyrra.