Lækkun olíuverðs fjölgar ódýrari flugsætum

arni gunnarsson flugfelagFlugfélag Íslands hyggst kynna viðbrögð við lækkandi eldsneytisverði á næstu dögum. Þegar hefur ódýrari flugsætum verið fjölgað.

Þetta kemur fram í svari Árna Gunnarssonar, forstjóra Flugfélags Íslands, í svari við fyrirspurn Austurfréttar um hvort lækkandi heimsmarkaðsverð á olíu skili sér ekki til flugfarþega.

„Við höfum brugðist við með því að fjölga þeim sætum sem við erum með í boði á lægra verði en erum jafnframt að skoða frekari viðbrögð við þessum breytingum og munum kynna það á næstu dögum," segir Árni.

Olíukostnaður nemur um 16% af heildarrekstrarkostnaði Flugfélagsins. „Vissulega vegur lækkun olíuverðs inn í reksturinn.

Það er þó rétt að hafa í huga að við eins og mörg önnur flugfélög verjum okkur gegn sveiflum í eldsneytisverði og því koma bæði hækkanir og lækkanir fram seinna í okkar rekstri en án slíkra varna."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.