Skip to main content

Lækkun olíuverðs fjölgar ódýrari flugsætum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. jan 2015 17:45Uppfært 13. jan 2015 17:51

arni gunnarsson flugfelagFlugfélag Íslands hyggst kynna viðbrögð við lækkandi eldsneytisverði á næstu dögum. Þegar hefur ódýrari flugsætum verið fjölgað.


Þetta kemur fram í svari Árna Gunnarssonar, forstjóra Flugfélags Íslands, í svari við fyrirspurn Austurfréttar um hvort lækkandi heimsmarkaðsverð á olíu skili sér ekki til flugfarþega.

„Við höfum brugðist við með því að fjölga þeim sætum sem við erum með í boði á lægra verði en erum jafnframt að skoða frekari viðbrögð við þessum breytingum og munum kynna það á næstu dögum," segir Árni.

Olíukostnaður nemur um 16% af heildarrekstrarkostnaði Flugfélagsins. „Vissulega vegur lækkun olíuverðs inn í reksturinn.

Það er þó rétt að hafa í huga að við eins og mörg önnur flugfélög verjum okkur gegn sveiflum í eldsneytisverði og því koma bæði hækkanir og lækkanir fram seinna í okkar rekstri en án slíkra varna."