Vinna hafin við úttekt á skólastarfi á Fljótsdalshéraði

hallormsstadarskoli mai13Vinna er hafin við úttekt á skólastarfi í grunn- og tónlistarskólum á Fljótsdalshéraði. Markmiðið er að fá tillögur að úrbótum í skólastarfi í sveitarfélaginu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá oddvitum listanna fjögurra sem sæti eiga í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt var í nóvember að ráðast í úttektina en Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri sér um hana.

Óskað hefur verið eftir þátttöku nemenda, foreldra og starfsmanna í rýnihópum vegna úttektarinnar með það að markmiði að fá sjónarmið þessara hópa varðandi fyrirkomulag skólamála. Rýnihópar munu ræða við úttektaraðila og koma þannig hugmyndum og sjónarmiðum á framfæri.

Í yfirlýsingunni segir að markmiðið með úttektinni sé að móta hugmyndir um framtíðarskipulag skólastarfs í sveitarfélaginu og afla gagna sem nýtast megi við endurskoðun menntastefnu, m.a. með tilliti til nýrrar námskrár.

Fyrirkomulag skólamálanna hafi lítið breyst síðan Norður-Hérað, Austur-Hérað og Fellahreppur sameinuðust í Fljótsdalshérað árið 2004.

Skoða á faglega, félagslega og fjárhagslega þætti skólastarfs og fá heildaryfirsýn yfir þennan málaflokk sem um 55% allra útgjalda sveitarfélagsins er varið til.

Oddvitarnir segja vonir þeirra standa til að úttektin varpi ljósi á möguleika sem kunna að vera í mótun skólastarfs þannig að það þjóni sem best íbúum í sveitarfélaginu, jafnt í dreifbýli sem í þéttbýli.

Niðurstöður úttektarinnar verða kynntar þegar þær liggja fyrir og þá jafnframt ákveðið hvernig unnið verður með það, sem þar kemur fram, í samvinnu við skólasamfélagið.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.