Norðfjarðargöng: Setlag mun hægja á greftrinum

januar 16012015 1Útlit er fyrir að verulega hægist á greftri nýrra Norðfjarðarganga á næstunni því nýtt setbergslag blasir við Eskifjarðarmegin. Útlit er fyrir að það verði eitt það þykkasta sem graftarmenn hafa lent í.

Gangagröftur hófst á ný 5. janúar, eftir 15 daga hlé um jól og áramót. Þokkalega gekk á báðum stöfnum í síðustu viku en grafnir voru yfir 60 metrar hvoru megin.

Nú er nýtt setbergslag að ganga upp úr gólfi Eskifjarðarmegin og nálgast þekjuna hægt. Þá hægir aftur á framvindu, því setja þarf upp miklar styrkingar, líkt og í fyrri lögum af þessu tagi.

Þykkt lagsins er um 8 metrar og búast má við því að það taki einhverjar vikur að komast í gegnum það.

Áfram er búist við þokkalegri framvindu í Fannardal.

Mynd 1: Þykkt setlag nálgast nú þekju ganganna. Lagið er mjög laust í sér og útheimtir miklar styrkingar. Búast má við að framvinda verði verulega skert á meðan farið er í gegnum lagið.

Mynd 2: Þokkalegt basalt gengur niður stafninn og undir því er kargaberg. Nokkur ummerki misgengishreyfinga eru á berginu og er það nokkuð brotið á þessum kafla.

Myndir: Hnit/Ófeigur Ö. Ófeigsson

januar 16012015 2

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.