Skip to main content

Aðstaðan batnar við Vök

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. júl 2022 14:00Uppfært 28. júl 2022 14:01

„Við erum svona að klára ýmisleg smáræðisverk sem átti alltaf eftir að ljúka á sínum tíma,“ segir Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra hja Vök Baths.

Nokkrar framkvæmdir hafa verið við baðstaðinn vinsæla síðustu vikur en meðal annars hefur verið lokið við að malbika fleiri gestastæði og nú eru verktakar að stækka aðstöðu við starfsmannainngang staðarins en þar hefur verið þröngt á þingi hingað til.

Aðalheiður segir sumarið hingað til hafa verið gott en viðurkennir jafnframt að hafa átt von á fleiri gestum en hafa látið sjá sig hingað til. Það nokkuð á skjön við marga aðra sem koma að ferðaþjónustu í landinu sem hafa undrast hversu mikið og fljótt erlendir ferðamenn tóku að streyma til landsins á ný eftir Covid. Svo mjög reyndar að erfitt er að fá gistingu víða og ekki síst fyrir austan.

Framundan er stjórnarfundur hjá baðstaðnum vinsæla en ýmsar hugmyndir eru uppi um að gera gott betra í Vök og þær skal meðan annars ræða á fundinum. Aðalheiður vill þó ekki fara nánar út í þeir hugmyndir að svo stöddu.

„Við auðvitað hlustum á gestina okkar sem margir koma með hugmyndir til okkar og það skoðum við allt saman enda alltaf hægt að breyta og bæta. Það kemur í ljós hvað verður með það þegar fram líða stundir.“

Allnokkur fjöldi starfsmanna vinnur í Vök og plássið takmarkað við starfsmannainnganginn. Úr því er verið að bæta nú.