Skip to main content

Ætla að bæta við Kirkjumiðstöðina

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. ágú 2022 14:18Uppfært 26. ágú 2022 14:18

Á annað hundrað manns sóttu 30 ára afmælisfögnuð Kirkjumiðstöðvarinnar á Eiðum sem haldinn var um síðustu helgi. Til stendur að bæta við húsnæðið á svæðinu.


Kirkjumiðstöðin, sem er sjálfseignarstofnun á vegum safnaða á Austurlandi, var vígð á núverandi stað þann 25. Ágúst 1992 en þar hafa verið reknar kirkjulegar sumarbúðir allar götur síðan og reyndar gott betur því áður en miðstöðin var byggð rak kirkjan sumarbúðir í gamla grunnskólanum þar skammt frá.

Samhliða afmælisfögnuðinum hófst söfnun til að byggja vistarverur fyrir starfsfólk búðanna, sem voru ráðgerðar frá byrjun en aldrei reistar.

„Hér er töluverður fjöldi fólks að starfa að sumarlagi enda í mörg horn að líta þegar fleiri tugir barna og unglinga eru hér á okkar vegum og það hefur aðeins staðið okkur fyrir þrifum hve þröngt er um fólkið. Gisting hingað til hefur verið í miðstöðinni sjálfri en það er ekki kjörstaða og nú vonum við að með stuðningi fólks getum við bætt úr því,” segir Þorgeir Arason, sóknarprestur í Egilsstaðaprestakalli.

Lengri útgáfa birtist í Austurglugganum sem kom út í vikunni. Hægt er að panta áskrift hér.