Skip to main content

AFL opnar fyrir bókanir í orlofsíbúðir um jól og áramót

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. okt 2022 12:45Uppfært 18. okt 2022 12:48

AFL Starfsgreinafélag er búið er að opna fyrir umsóknir í orlofsíbúðir um jól og áramót.  Sótt er um á "mínum síðum" á www.asa.is og er íbúðum úthlutað nánast jafnóðum og umsóknir koma inn. 


Í frétt um málið á vefsíðu AFLs kemur fram að úthlutað er í þeirri röð sem umsóknir koma og gildir því "fyrstu kemur fyrstur fær".  Þessi háttur er hafður á þar sem við hefðbundna úthlutun sóttu jafnan miklu fleiri um íbúðir en síðan staðfestu úthlutun - þar sem margir úr sömu fjölskyldu sóttu jafnan um. 

„Það varð síðan til þess að margir þeirra sem ekki fengu úthlutað í fyrstu umferð gerðu aðrar ráðstafanir eða hættu við áformaða ferð - en á síðustu dögum bárust síðan afbókanir,“ segir á vefsíðunni.

„Í fyrra var þetta verklag viðhaft og náðist að mæta óskum langflestra þeirra sem óskuðu eftir orlofsdvöl um jól eða áramót.  Sama fyrirkomulag er bæði á íbúðum og orlofshúsum.“

Þá segir að þeir sem fá úthlutað íbúð skv. þessu verða síðan að greiða staðfestingargjald sem er kr. 5.000 og er óendurkræft og er ekki endurgreitt þó að bókun sé felld niður án tillits til forsenda niðurfellingar.

Mynd: asa.is