Orkumálinn 2024

Áfram smá hreyfing á hryggnum við Búðará

Áfram er hæg hreyfing á hrygg við skriðusárið við Búðará á Seyðisfirði. Mikilli úrkomu er spáð þar næstu tvo dagana.

Þurrt var að mestu í gær eystra, um 2-4 mm. rigning. Það breyttist þegar leið á morguninn og víða hefur verið rignt duglega það sem af er degi. Þannig er úrkoman komin í tæpa 30 mm. á Eskifirði og yfir 20 mm., í Vestdal í Seyðisfirði.

Spáð er talsverði úrkomu eystra fram að helgi og samkvæmt yfirliti Veðurstofunnar er búist við yfir 130 mm. úrkomu á Seyðisfirði fram á föstudag. Í kvöld er búist við norðaustanátt og snjókomu niður í miðjar hlíðar en á morgun snýst vindur meira til austurs. Þá hlýnar og viðbúið að rigni efst í fjöllin.

Hæg hreyfing, um 2-4 mm. hafa verið á hryggnum við Búðará, svipuð og á mánudag. Lítil eða engin hreyfing hefur verið við Þófa.

Vatnshæð í borholum hefur lækkað síðustu tvo daga en er enn fremur há. Vinna eða umferð fólks við farvegi lækja eða skriðna er ekki talin æskileg og var göngustíg upp með Búðará lokað á mánudag.

Á Héraði hefur yfirborð Lagarfljóts haldið áfram að lækka, eða um 30 sm. frá í gær og þar með um 80 síðan það náði hápunkti á sunnudagskvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.