Skip to main content

Aftur brast rör við Fjarðarárvirkjun

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. júl 2022 15:32Uppfært 18. júl 2022 15:33

Aðrennslisrör að virkjun í Fjarðará í Seyðisfirði gaf sig í morgun öðru sinni á rúmum mánuði.


Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Þar segir að í morgun hafi verið tilkynnt um aurskriðu við gömlu Fjarðarselsvirkjun. Í ljós kom að aðrennslisrör nýju virkjunarinnar hafði farið í sundur og orsakað talsverðan vatnsflaum á svæðinu.

Greiðlega gekk að hemja vatnið og búið er að gera við þær skemmdir sem urðu á veginum.

Fyrir um mánuði brast aðrennslisrör á sömu slóðum. Í það skiptið rauf það aðra lög á sama stað þannig ekkert kalt vatn varð á Seyðisfirði.

Í færslu lögreglunnar segir að af hálfu eigenda virkjunarinnar sé verið að skoða aðstæður til að koma í veg fyrir að atvik sem þessi endurtaki sig.

Rofið í júní olli litlu framhlaupi. Mynd: Ómar Bogason.