Ágúst tveimur stigum kaldari austanlands en fyrir ári
Meðalhitastig á Egilsstöðum í liðnum ágústmánuði náði aðeins 10,2 stigum og 9,5 stigum á Dalatanga. Í báðum tilfellum um tveimur stigum kaldara en í sama mánuði fyrir ári.
Ágústmánuður var þurr og tiltölulega kaldur um landið allt samkvæmt samantekt veðurfræðinga Veðurstofu Íslands. Eini hlýindakaflinn að ráði allan mánuðinn mældist í lok mánaðarins norðaustanlands en hitamet sumarsins náðist að Mánárbakka á Tjörnesi þann 30. ágúst þegar mælirinn náði 25,0 stigum.
Meðalhitastigið 10,2 mældist á þremur veðurstöðvum í landinu; á Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði og í Reykjavík en hæsti meðalhitinn var í Árnesi þennan mánuðinn eða 10,3 stig. Lægsta meðahitastigið reyndist 7,4 stig á Möðrudal. Meðahitastig lægra á nánast öllum stöðvum Veðurstofunnar en verið hefur raunin síðastliðin áratug.