Skip to main content

Ágúst tveimur stigum kaldari austanlands en fyrir ári

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. sep 2022 09:12Uppfært 05. sep 2022 09:28

Meðalhitastig á Egilsstöðum í liðnum ágústmánuði náði aðeins 10,2 stigum og 9,5 stigum á Dalatanga. Í báðum tilfellum um tveimur stigum kaldara en í sama mánuði fyrir ári.

Ágústmánuður var þurr og tiltölulega kaldur um landið allt samkvæmt samantekt veðurfræðinga Veðurstofu Íslands. Eini hlýindakaflinn að ráði allan mánuðinn mældist í lok mánaðarins norðaustanlands en hitamet sumarsins náðist að Mánárbakka á Tjörnesi þann 30. ágúst þegar mælirinn náði 25,0 stigum.

Meðalhitastigið 10,2 mældist á þremur veðurstöðvum í landinu; á Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði og í Reykjavík en hæsti meðalhitinn var í Árnesi þennan mánuðinn eða 10,3 stig. Lægsta meðahitastigið reyndist 7,4 stig á Möðrudal. Meðahitastig lægra á nánast öllum stöðvum Veðurstofunnar en verið hefur raunin síðastliðin áratug.