Áhugi á fornum dráttarvélum Múlaþings
'„Það hafa nokkrir haft samband, einn hefur komið að skoða og annar kemur í dag til að líta á þessar dráttarvélar,“ segir Sigurbjörn Heiðdal verkstjóri hjá áhaldahúsinu á Djúpavogi. Um er að ræða tvær Ferguson 135 dráttarvélar frá árunum 1973-1974 sem Múlaþing setti til sölu i síðustu viku.
Að sögn Sigurbjörns eru báðar dráttarvélarnar gangfærar, önnur er í góðu standi en hin lakari enda átti að nota hana í varahluti.
„Sú vélin sem er í góðu standi hefur verið notuð til að slá stóru túnin í bænum á sumrin,“ segir Sigurbjörn en verktaki hefur tekið við því verki. „Hin var notuð til að dreifa áburði hér áður fyrr.“
Í auglýsingu Múlaþings um dráttarvélarnar segir m.a að tilboðum í vélarnar skal skila rafrænt á netfangið
Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfisstjóri Múlaþings segir að það hafi þegar borist 4 tilboð í dráttarvélarnar
"Það mátti gefa tilboð í þær til 25. október og verður því mjög spennandi hvort ekki tekst að selja þær á góðu verði," segir Hugrún.
Mynd: mulathing.is