Skip to main content

Áhyggjur af hraðaakstri í upphafi verslunarmannahelgar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. júl 2022 23:24Uppfært 29. júl 2022 23:26

Lögreglan á Austurlandi hvetur ökumenn sem leið eiga um Austurland til að draga úr umferðarhraða sem virðist of mikill.


Í frétt frá lögreglunni kemur fram að síðustu þrjá daga hafi 33 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu. Því sé ljóst að of mikið sé um hraðaakstur á svæðinu og framundan dagar ferðalaga.

Lögreglan veðrur með eftirlit með umferð í fjórðungnum um helgina, líkt og aðrar helgar. Ökumenn eru beðnir um að fara varlega og hægja á sér þannig allir komist heilir heim.