Skip to main content

Allt stefnir í nýtt umferðarmet á Hringveginum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. okt 2022 09:41Uppfært 05. okt 2022 09:59

Allt stefnir í að umferðarþungi á þjóðvegi landsins verði meiri en nokkru sinni áður ef marka má spár Vegagerðarinnar og mesta aukningin hlutfallslega er á Austurlandi.

Alls jókst umferð á Hringveginum um rúmlega átta prósent í september miðað við sama mánuð 2021 og hefur aldrei náð slíkum hæðum áður frá því að umferðarmælingar Vegagerðarinnar hófust. Sama gilti um ágústmánuð þar á undan.

Frá áramótum hefur umferðaraukningin verið allra mest á Austurlandi en minnst kringum höfuðborgarsvæðið. Aukningin hér austanlands kringum 30 prósent frá fyrra ári sem gæti jafnframt varpað ljósi á aukinn fjölda slysa í fjórðungum yfir sama tímabil.