Skip to main content

Álversrútan ekki færð fyrr en í fyrramálið

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. nóv 2022 19:15Uppfært 29. nóv 2022 21:15

Rúta sem allajafna keyrir starfsmenn álvers Alcoa til og frá vinnu milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar bilaði í dag illa á götu á Egilsstöðum. Rútan er þar strand en hægt að komast framhjá henni.


Rútan stendur við götuna Hamragerði. Búið er að vefja lögregluborðum utan um hana til að gera hana sýnilega en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu stendur til að merkja svæðið betur.

Rútan getur valdið einhverjum vandræðum fyrir vegfarendur sem eru að keyra út á götuna en hægt er að komast framhjá henni. Ekki er hægt að færa hana fyrr en í fyrramálið.