Bæjarhátíðir ganga áfram vel
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 25. júl 2022 15:37 • Uppfært 25. júl 2022 15:37
Helgin var almennt róleg hjá lögreglunni á Austurlandi þrátt stórar hátíðir, Bræðslan og Franskir dagar, væru í gangi á svæðinu. Áflog urðu þó á þeirri síðarnefndu sem tókst að greiða úr.
„Það voru smá uppákoma á föstudagskvöld á Frönskum dögum, stympingar milli manna sem leyst var úr. Að öðru leyti hafa bæjarhátíðirnar á Austurlandi gengið prýðilega fyrir sig, þrátt fyrir mikinn mannfjölda á mörg þeirra.
Júlí, með öllum sínum viðburðum og uppákomum, hefur gengist nánast snurðulaust fyrir sig,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi.
Lögreglan hefur áður hrósað skipuleggjendum hátíðanna eystra fyrir góða vinnu og gestum fyrir jákvæða hegðun. Kristján segir því fulla ástæðu til að endurtaka hrósið.
„Við erum þakklát fyrir samstarf við alla sem koma að skipulagi þessara hátíða og síðan gestunum fyrir þeirra þátt í að gera þetta að góðum hátíðum, miðað við það sem við höfum séð.“