Bandarísk herflutningavél á Egilsstaðaflugvelli
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 22. júl 2022 15:24 • Uppfært 22. júl 2022 15:24
Flutningavél frá bandaríska flughernum var á flugvellinum á Egilsstöðum á ellefta tímanum í morgun. Hún er væntanleg aftur á sunnudag.
Vélin er af gerðinni Boeing P-8A Poseidon merkt US Navy 546. Um er að ræða kafbátaeftirlitsvél sem staðsett er á Keflavíkurflugvelli.
Vélin kom austur í morgun til að undirbúa þátttöku sína í flugdegi á Egilsstöðum á sunnudag. Gangi allt að óskum kemur vélin aftur austur þá.
Hún var afhent hernum í desember 2018 og fór í sitt fyrsta flug á Þorláksmessu það ár.