Bein sala á Landa hjá KHB-Brugghús vekur lukku
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 18. okt 2022 07:48 • Uppfært 18. okt 2022 13:23
Bein sala á Landa og Gini frá KHB-Brugghús á Borgarfirði eystra hefur vakið mikla lukku. Salan var leyfð fyrir rúmri viku síðan og keppist brugghúsið nú við að afgreiða pantanir.
„Landinn hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð og selst mjög vel. KHB Ginið hefur einnig fengið góðar viðtökur sérstaklega eftir að ginið fékk silfurverðlaun á alþjóðlegri keppni í London í mars á þessu ári,“ segir Helgi Sigurðsson sem á og rekur KHB-Brugghús ásamt eiginkonu sinni Auði Völu Gunnarsdóttur.
„Við erum í dag í hámarksframleiðslugetu með sterka vínið okkar en vonumst til að geta stækkað gerjunarsvæðið okkar fljótlega til að geta annað öllum pöntunum.“
Fram kemur í máli Helga að nýjung í sterku framleiðslunni er Eikar-Landi. Þetta er Landi sem búinn er að þroskast í 6 mánuði á nýrri eikartunnu sem er hálfbrennd að innan.
„Þessi tegund af Landanum fæst bara hjá okkur enda aðeins framleiddar 100 flöskur og hver flaska er númeruð. Einnig er hægt að koma með flöskurnar sínar og fá áfyllingu á staðnum ,“ segir Helgi. „Passið því vel uppá flöskurnar ykkar.“
Stór hluti af framleiðslu KHB-Brugghúss er bjór sem einnig er seldur beint til neytenda.
„Bjórinn okkar hefur einnig fengið góðar viðtökur. Við erum að framleiða 4 grunntegundir sem allar eru í sölu; Borghildur ljós lager, Naddi dökkur lager, Steinbúi pale ale og Gellivör IPA. Svo höfum við verið með ýmsa tímabilsbjóra sem hafa verið mjög vinsælir,“ segir Helgi.
„Viðtökurnar hafa verið mjög góðar á öllum okkar vörum og vonumst við til þess að fólk heimsæki okkur og kaupi vörurnar beint. Tilvalið að sameina ferðina með að kíkja í Frystiklefann og fá sér gott að borða í leiðinni, og ef enginn vill keyra heim, þá bara gista í Blábjörgum og prófa nýju deluxe herbergin okkar,“ segir Helgi.
Mynd: Hjónin Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson./Aðsend.
„Við erum í dag í hámarksframleiðslugetu með sterka vínið okkar en vonumst til að geta stækkað gerjunarsvæðið okkar fljótlega til að geta annað öllum pöntunum.“
Fram kemur í máli Helga að nýjung í sterku framleiðslunni er Eikar-Landi. Þetta er Landi sem búinn er að þroskast í 6 mánuði á nýrri eikartunnu sem er hálfbrennd að innan.
„Þessi tegund af Landanum fæst bara hjá okkur enda aðeins framleiddar 100 flöskur og hver flaska er númeruð. Einnig er hægt að koma með flöskurnar sínar og fá áfyllingu á staðnum ,“ segir Helgi. „Passið því vel uppá flöskurnar ykkar.“
Stór hluti af framleiðslu KHB-Brugghúss er bjór sem einnig er seldur beint til neytenda.
„Bjórinn okkar hefur einnig fengið góðar viðtökur. Við erum að framleiða 4 grunntegundir sem allar eru í sölu; Borghildur ljós lager, Naddi dökkur lager, Steinbúi pale ale og Gellivör IPA. Svo höfum við verið með ýmsa tímabilsbjóra sem hafa verið mjög vinsælir,“ segir Helgi.
„Viðtökurnar hafa verið mjög góðar á öllum okkar vörum og vonumst við til þess að fólk heimsæki okkur og kaupi vörurnar beint. Tilvalið að sameina ferðina með að kíkja í Frystiklefann og fá sér gott að borða í leiðinni, og ef enginn vill keyra heim, þá bara gista í Blábjörgum og prófa nýju deluxe herbergin okkar,“ segir Helgi.
Mynd: Hjónin Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson./Aðsend.