Berglind Harpa nýr formaður SSA

Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Múlaþings og formaður byggðaráðs, er nýr formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Ný stjórn var kjörin á haustþingi sambandsins í síðustu viku.

Nýr varaformaður er Þuríður Lilllý Sigurðardóttir af lista Framsóknar í Fjarðabyggð. Aðrir í stjórn eru Ragnar Sigurðsson, Fjarðabyggð, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Múlaþingi og Axel Örn Sveinbjörnsson, Vopnafirði. Jóhann F. Þórhallsson er áheyrnarfulltrúi Fljótsdælinga.

Varamenn eru: Þórdís Benediktsdóttir, Fjarðabyggð, Stefán Þór Eysteinsson, Fjarðabyggð, Jónína Brynjólfsdóttir, Múlaþingi, Eyþór Stefánsson, Múlaþingi og Aðalbjörg Ó. Sigmundsdóttir, Vopnafjarðarhreppi. Varaáheyrnarfulltrúi er Lárus Heiðarsson, Fljótsdalshreppi.

Til marks um þá endurnýjun sem orðið hefur í sveitarstjórnum síðustu misseri er að fulltrúar annarra sveitarfélaga en Fljótsdælinga eru allir nýir. Berglind Harpa er sú eina þeirra sem var viðloðandi SSA síðustu tvö ár, sem varamaður. Fljótsdælingarnir eru hins vegar þeir sömu.

Þingið var haldið á Breiðdalsvík fyrir viku. Á því var Kristjana Björnsdóttir, sem í 12 ár sat í sveitarstjórn Borgarfjarðar, heiðursgestur.

Ný stjórn SSA, f.v.: Axel Örn Sveinbjörnsson, Vopnafjarðarhreppi, Þuríður Sigurðardóttir, Fjarðabyggð, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Múlaþingi, Ragnar Sigurðsson, Fjarðabyggð, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Múlaþingi og Jóhann F. Þórhallsson, Fljótsdalshreppi, áheyrnarfulltrúi.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.