Skip to main content

Berrassaðir húllahringir í boði á Egilsstöðum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. okt 2022 12:37Uppfært 24. okt 2022 12:37

Húlladúllan eða Unnur María Máney Bergsveinsdóttir, heimsækir Egilsstaði í næsta mánuði. Hún mun setja upp smiðju í menningarmiðstöðinni Sláturhúsið. Allir sem taka þátt fá berrassaðan húllahring sem Húlladúllan hefur sett saman sérstaklega fyrir hvern og einn sem skráir sig.


„Þetta er í þriðja sinn sem ég kem austur í ár og núna ætla ég að vera í viku,“ segir Unnur María. „Fyrir utan smiðjuna á Egilsstöðum verð ég með prógramm á Brúarási. Ég býð allri fjölskyldunni upp á Fjölskyldusirkushelgi og í vikunni á eftir býð ég þriggja daga kennslu fyrir krakkana.“ Svo verður sýning á sirkusævintýrinu Ljósagull á sunnudagskvöldið í Sláturhúsinu.

Unnur María er löngu orðin landsþekkt fyrir húllahringi sína og sirkusatriði. Hún sirkuslistakona og hefur einnig gráðu sem sirkuskennari.

„Það sem ég sérhæfi mig í er að leiðbeina blönduðum hópum og því er fólk á öllum aldri velkomið á viðburðina í Sláturhúsinu og á Fjölskyldusirkushelgina“ segir Unnur María.

Húllahringjagerðarsmiðjan fer fram í Sláturhúsinu laugardaginn 12. nóvember klukkan 19:30. Athugið að það er nauðsynlegt að skrá þátttakendur fyrir 9. nóvember. Allar upplýsingar og skráning á www.hulladullan.is

„Þátttakendur fá í hendurnar berrassaðan húllahring sem Húlladúllan hefur sett saman sérstaklega fyrir hvern og einn sem skráir sig. Hún sýnir hvernig er best að eiga við límböndin og síðan skreytum við hringina okkar saman með flottum og litríkum límböndum. Í lok smiðjunnar húllum við öll saman og Húlladúllan kennir þátttakendum skemmtileg húllatrix,“ segir Unnur María í kynningu á Facebook

„Þið eruð öll velkomin í smiðjuna, bæði lítil og stór. Athugið þó að það er æskilegt að tíu ára og yngri mæti í fylgd foreldra eða eldri systkina, sem geta aðstoðað litla fingur svo húllahringurinn verði sem best heppnaður.“

Mynd: Facebook