Skip to main content

Bílvelta á Öxi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. júl 2022 11:34Uppfært 06. júl 2022 11:48

Jepplingur, með tveimur manneskjum, valt ofarlega á veginum yfir Öxi, Berufjarðarmegin, í gærkvöldi.


Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru tveir einstaklingar í bílnum. Þeir voru fluttir til aðhlynningar á heilsugæslu með minniháttar meiðsli.

Slysið virðist hafa orðið með þeim hætti að bíllinn hafi farið út úr beygju og oltið þar.

Malarvegur er á Öxi og töluvert laus í sér þessa dagana. Í fyrradag fór bíll út af veginum í Berufirði nýkominn inn á Axarafleggjarann.