Blak: Ósigur í fyrsta leik
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 05. okt 2022 10:02 • Uppfært 05. okt 2022 10:03
Kvennalið Þróttar tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni í úrvalsdeild kvenna í blaki þegar liðið tapaði 3-0 fyrir Völsungi á Húsavík um síðustu helgi.
Húsvíkingar höfðu undirtökin í leiknum, unnu 25-20, 25-17 og 25-22 í hrinum. Besti möguleiki Þróttar var í síðustu hrinunni þegar liðið var 20-22 yfir en fékk á sig síðustu fimm stigin.
Ester Rún Jónsdóttir, Marie Jimenez og Amelía Rún Jónsdóttir voru atkvæðamestar í liði Þróttar.
Karlalið Þróttar hefur leik á laugardag þegar Vestri kemur í heimsókn.