Danskar þotur væntanlegar til æfinga

Dönsk flugsveit kemur til landsins í dag til að gæta lofthelgi Íslands. Þotur á vegum hennar munu æfa á Egilsstöðum á næstu dögum.

Samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni verða dönsku þoturnar við æfingar á Akureyri og Egilsstöðum einhvern tíma fram til 20. ágúst. Flugsveitin er annars með aðsetur á Keflavíkurflugvelli og sér um gæsluna fram í miðjan september.

Danska flugsveitin samanstendur af fjórum F-16 orrustuþotum og 70 liðsmönnum. Flugsveitin tekur þátt í verkefninu ásamt starfsmönnum í stjórnstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center) og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, (NATO Control and Reporting Center-Keflavik). Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefnisins í umboði utanríkisráðuneytisins og í samvinnu við Isavia.

Þetta er í fimmta sinn sem Danir leggja Atlantshafsbandalaginu til flugsveit til að taka þátt í verkefninu á Íslandi, síðast árið 2018.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.