Skip to main content

Desjarmýri og Króksholt aftur á söluskrá Þjóðkirkjunnar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. nóv 2022 12:20Uppfært 02. nóv 2022 12:28

Annað árið í röð er lagt til að eignir Þjóðkirkjunnar að Desjarmýri á Borgarfirði eystra og Króksholt 1 á Fáskrúðsfirði fari í söluferli.

Vandi er á höndum kirkjunnar sem glímt hefur við töluverðan hallarekstur um langa hríð. Hefur stofnunin því síðustu árin selt nokkuð af eignum sínum til að rétta þann halla og samþykkt á kirkjuþingi fyrir nokkru síðan að almenna reglan varðandi prestsetur verði að þeim verði fækkað þar sem því verður við komið í öllum þéttbýlum með færri en 500 íbúa.

Nú liggja tillögur fyrir næsta þingi að selja fimmtán eignir til viðbótar á næstu fjórum árum. Af þessum fimmtán eignum eru tvær á Austurlandi. Annars vegar einbýlishús að Króksholti á Fáskrúðsfirði en hins vegar jörðin Desjarmýri á Borgarfirði eystra. Desjarmýri hefur ekki verið nýtt sem prestssetur um tíma en jörðin er í útleigu.

Það er á næsta kirkjuþingi í lok þessa mánaðar sem lokaákvörðun verður tekin hvort umræddar eignir verða formlega seldar en sérstaka athygli vekur tillagan um að selja sjálfan embættisbústað biskups sjálfs að Bergstaðastræti í Reykjavík.