Skip to main content

Drusluganga og regnbogaskreyting á Borgarfirði eystra

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. júl 2022 18:31Uppfært 23. júl 2022 18:43

Rúmlega eitt hundrað manns tóku þátt í Druslugöngu á Borgarfirði eystra fyrr í dag en slíkar göngur eru til að minna á að það eru gerendur kynferðisofbeldis sem eiga að fá skömmina en ekki þolendur. Gangan endaði við félagsheimilið Fjarðarborg þar sem litir regnbogans voru skreyttir á gangstétt fyrir utan.

Gangan á Borgarfirði var hluti af Bræðsluhátíðinni sem þar fer nú fram og samkvæmt lögreglu hefur allt farið fram með friði og spekt hingað til. Skipuleggjendur sjálfir segja allt ganga smurt enda sé komin löng hefð á þessa hátíð og menn þekki vel hvað geti farið úrskeiðis og kunni að koma í veg fyrir slíkt.

Íbúar sem Austurfrétt ræddi við fyrr í dag töldu að um eða rétt yfir tvö þúsund gestir væru á hátíðinni en töluverð umferð var á svæðið langt fram eftir degi og því líklegt að fleiri verði á svæðinu í kvöld þegar stærstu viðburðirnir fara fram.

Skipuleggjendur Bræðslunnar plús sveitarstjórnarfólk og heimafólk tóku þátt í að skreyta gangstétt fyrir utan Fjarðarborg fyrr í dag. Mynd AE