Skip to main content

Dvalarsvæðið í miðbæ Egilsstaða endurnýjað

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. okt 2022 13:15Uppfært 19. okt 2022 13:15

Ásýndin á dvalarsvæði í hjarta bæjarins hefur takið stakkaskiptum á undanförnum dögum. 

Þetta kemur fram á vefsíðu Múlaþings. Þar segir að þessi reitur sem er í neðarlega við Fagradalsbraut tengir saman verslun og þjónustu við Kaupvang og Miðvang. Lagður var göngustígur í gegnum svæðið og dvalarsvæðið endurnýjað. Þá voru gerð ný gróðurbeð með blönduðum trjágróðri og runnum.

„Töluvert var sett niður af haustlaukum sem ættu að blómstra snemma næsta vor og í framhaldinu verður plantað fjölærum blómplöntum og sumarblómum í beðin næsta sumar. Verkið var unnið af Þ.S. verktökum ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins.“ segir á vefsíðunni.

Einnig var sett upp fallegt blágrenitré rétt við Fagradalsbrautina en það ætti að nýtast sem lifandi jólatré á næstu árum. Við hönnun var leitast við að líkja eftir þeim vel heppnuðu gróðurbeðum og umhverfi sem sjá má við Miðvang og Kaupvang og þannig skapa heildarmynd fyrir svæðið. Yfirumsjón með hönnun hafði Anna Katrín Svavarsdóttir hjá Eflu og var skipulagið unnið í samstarfi við starfsmenn Múlaþings.

Þá kemur fram að eldra sorpskýli við Fagradalsbraut var tekið niður og þess í stað sett nýjar og nettari flokkunartunnur. Íbúar eru hvattir til þess að ganga vel um svæðið og setja rusl í viðeigandi sorptunnur.

„Það er von starfsfólks Múlaþings að þessi framkvæmd falli íbúum og gestum vel í geð og að það nýtist sem skemmtilegur dvalarstaður í hjarta bæjarins,“ segir á vefsíðunni.

Mynd: mulathing.is