Ein mesta fjölgun ríkisstarfa frá upphafi mælinga en hvað minnst á Austurlandi

Frá árslokum 2021 til septembermánaðar 2022 fjölgaði stöðugildum ríkisstarfsmanna um alls 1.328. Hlutur Austurlands í þeirri tölu var alls 21 stöðugildi.

Þetta er meðal þess sem lesa má út úr nýjum tölum Byggðastofnunar um fjölgun stöðugilda hins opinbera á landinu síðasta rúmlega eina og hálfa árið eða svo en tölfræði þessa efnis leit dagsins ljós fyrir skemmstu. Í úttekt stofnunarinnar kemur fram að ekki hafi mælst meiri fjölgun starfsmanna ríkisins frá því að Byggðastofnun hóf að halda utan um slíkt.

Samkvæmt þeim tölum eru nú 582 stöðugildi ríkisstarfsmanna á Austurlandi öllu. Aðeins Vestfirðir og Norðurland vestra státa af færri starfsmönnum á vegum hins opinbera en á umræddu tímabili hefur opinberum störfum aðeins fjölgað minna en hér austanlands á Suðurlandi. Á Suðurnesjum fjölgaði þeim um 8,9 prósent, 8,2 prósent á Norðurlandi eystra og 5,4 prósent á Vestfjörðum. Prósentuaukningin fyrir Austurlandið á sama tíma er 3,8 prósent.

Af opinberum stöðugildum austanlands eru konur 376 talsins en karlmenn 206.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.