Skip to main content

Ein sveit - okkar sveit! verður slagorð Úthéraðs

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. sep 2022 12:07Uppfært 07. sep 2022 12:39

Ein sveit - okkar sveit! var samþykkt sem slagorð Úthéraðs til framtíðar á sérstöku íbúaþingi sem haldið var fyrir tilstuðlan Austurbrúar fyrir skemmstu.

Um 30 manns sótti fundinn sem haldinn var í Brúarási en fjórar mismunandi sveitir teljast til Úthéraðs; Eiðaþinghá, Hjaltastaðarþinghá, Hróarstunga og Jökulsárhlíð. Fundinum ætlað að fá fram hugmyndir frá íbúum um hugsanlega framtíðarmöguleika Úthéraðssvæðisins en Austurbrú hefur jafnframt sent íbúum og landeigendum á svæðinu fyrirspurnarlista þessu tengdu hvers niðurstöður verða ljósar innan tíðar.

Fjölmargt bar þar á góma og málefni á borð við almenningssamgöngur, orku- og skipulagsmál og atvinnutækifæri fyrirferðamikil. Helstu niðurstöður þær að fjölmörg tækifæri eru til staðar á svæðinu og tengjast gjarnan áfangastöðum eða náttúruperlum sem hægt væri að efla með ferðaþjónustu í huga. Hugmyndir komu fram um nýtingu félagsmiðstöðva á svæðinu sem fjarvinnustöðvar fyrir óstaðbundin störf og jafnvel frumkvöðlastarfsemi því í þeim flestum eru ágæt vottuð eldhús.

Samgöngumál voru rædd í víðu samhengi. Til að mynd hvernig bæta mætti úr fyrirkomulagi skólaaksturs, viðhaldi vega og snjómokstri. Þá komu orkumál við sögu og snérust fyrst og fremst um aðgengi að þriggja fasa rafmagni sem ekki er í boði eins og hér víðast hvar.

Áfram verður unnið í verkefninu af hálfu Austurbrúar með aðkomu heimafólks á Úthéraði.