Eldsvoðinn í húsnæði Vasks enn til rannsóknar

Lögregla hefur enn ekki lokið rannsókn á eldsvoðanum í húsnæði Vasks á Egilsstöðum í lok september en sjónir rannsakenda beinast helst að tækjabúnaði innanhúss.

Þetta staðfestir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, við Austurfrétt en nú eru að verða tveir mánuðir liðnir frá því að þvottahús og vinsæl verslun Vasks varð eldi að bráð auk þess sem skemmdir urðu á húsnæði Landsnets þar við hlið. Mikil eftirsjá er að versluninni meðal Austfirðinga allra og ekki síst nú í aðdraganda jóla.

Lögregla hefur við rannsókn málsins stuðst við fjöldann allan af ljósmyndum og kvikmyndum af vettvangi eldsvoðans sem gjöreyðilagði húsnæðið að Miðási 7 við Fagradalsbraut þann 28. september síðastliðinn þegar eldur blossaði þar upp strax eftir að vart varð við háværa sprengingu í þvottahúsi fyrirtækisins.

Óljóst er hvenær rannsókninni lýkur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.