Skip to main content

Eldsvoðinn í húsnæði Vasks enn til rannsóknar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. nóv 2022 10:48Uppfært 18. nóv 2022 10:50

Lögregla hefur enn ekki lokið rannsókn á eldsvoðanum í húsnæði Vasks á Egilsstöðum í lok september en sjónir rannsakenda beinast helst að tækjabúnaði innanhúss.

Þetta staðfestir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, við Austurfrétt en nú eru að verða tveir mánuðir liðnir frá því að þvottahús og vinsæl verslun Vasks varð eldi að bráð auk þess sem skemmdir urðu á húsnæði Landsnets þar við hlið. Mikil eftirsjá er að versluninni meðal Austfirðinga allra og ekki síst nú í aðdraganda jóla.

Lögregla hefur við rannsókn málsins stuðst við fjöldann allan af ljósmyndum og kvikmyndum af vettvangi eldsvoðans sem gjöreyðilagði húsnæðið að Miðási 7 við Fagradalsbraut þann 28. september síðastliðinn þegar eldur blossaði þar upp strax eftir að vart varð við háværa sprengingu í þvottahúsi fyrirtækisins.

Óljóst er hvenær rannsókninni lýkur.