Skip to main content

Engin hreyfing mælst á Seyðisfirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. nóv 2022 15:16Uppfært 11. nóv 2022 15:16

Engin, eða óveruleg hreyfing, hefur mælst á mælitækjum sem vakta jarðhræringar í Seyðisfirði þrátt fyrir töluverða rigningu undanfarna daga á Austfjörðum.


Samkvæmt yfirliti frá ofanflóðadeild Veðurstofu Íslands er uppsöfnuð úrkoma síðastliðna viku á Seyðisfirði komin í 160 mm. Þurrt hefur verið eystra að mestu í dag en þokuloft yfir.

Á morgun er spáð þurru veðri og björtu en á sunnudag talsverðri rigningu á sunnanverðum Austfjörðum og á mánudag á öllu svæðinu.

Í yfirlitinu kemur fram að vatnshæð í borholum sé orðin nokkuð há, í sumum meiri en hún var síðasta haust. Þess vegna er náið fylgst með mælitækjum sem vakta hreyfingar á jörðinni í Neðri-Botnum. Til þessa hefur hún verið engin eða óveruleg.