Engin hreyfing mælst á Seyðisfirði

Engin, eða óveruleg hreyfing, hefur mælst á mælitækjum sem vakta jarðhræringar í Seyðisfirði þrátt fyrir töluverða rigningu undanfarna daga á Austfjörðum.

Samkvæmt yfirliti frá ofanflóðadeild Veðurstofu Íslands er uppsöfnuð úrkoma síðastliðna viku á Seyðisfirði komin í 160 mm. Þurrt hefur verið eystra að mestu í dag en þokuloft yfir.

Á morgun er spáð þurru veðri og björtu en á sunnudag talsverðri rigningu á sunnanverðum Austfjörðum og á mánudag á öllu svæðinu.

Í yfirlitinu kemur fram að vatnshæð í borholum sé orðin nokkuð há, í sumum meiri en hún var síðasta haust. Þess vegna er náið fylgst með mælitækjum sem vakta hreyfingar á jörðinni í Neðri-Botnum. Til þessa hefur hún verið engin eða óveruleg.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.