Engin úthlutun úr Framkvæmdasjóð aldraðra austur á land
Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, hefur úthlutað 650 milljónum úr Framkvæmdasjóði aldraðra þetta árið í samræmi við tillögur sérstakrar stjórnar sjóðsins. Ekkert kom í hlut Austurlands.
Framkvæmdasjóð aldraðra er ætlað að stuðla að uppbyggingu og eflingu öldrunarþjónustu um land allt en sérstök stjórn þess gerir árlega tillögur um úthlutun úr sjóðnum. Við þá úthlutun er umsóknum raðað í forgangsröð í samræmi við viðmið stjórnvalda um skipulag hjúkrunarheimila. Áherslan þetta árið sérstaklega á að bæta aðbúnað íbúa á hjúkrunarheimilum, úrbætur er tengjast aðgengi- og öryggismálum auk viðhaldsverkefna.
Alls bárust 60 umsóknir um framlög að þessu sinni og fengu 54 þeirra verkefna styrk.
Hjúkrunarheimilið Dyngja á Egilsstöðum. Mikill áhugi er innan Heilbrigðisstofnunar Austurlands að breyta og bæta alla þjónustu við aldraða og mjög hefur verið kallað eftir aukinni þjónustu við aldraða í Fjarðabyggð síðustu misserin.