Skip to main content

Enginn dýralæknir á bakvakt um mánaðamótin

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. júl 2022 14:56Uppfært 20. júl 2022 15:02

Ekki er útlit fyrir að dýralæknir á bakvakt verði á Suðausturlandi um verslunarmannahelgina. Ekki hefur tekist að finna dýralækni til að sinna vaktinni.


Samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun verður að óbreyttu enginn dýralæknir á bakvakt dagana 29. – 31. júlí á svæði 11, sem frá Djúpavogi suður fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð.

Eigendur dýra sem þurfa á dýralækni að halda er bent á að hafa samband við þá dýralækna sem þeir venjulega hafa skipt við eða aðra almennt starfandi dýralækna.

Í tilkynningunni er útskýrt að almennir dýralæknar séu skyldugir til að taka þátt í vaktafyrirkomulagi sem skipulagt sé á viðkomandi svæði. Í því felst að vera á bakvakt utan dagvinnutíma, þar til dýralæknirinn hefur sinnt 960 vaktatímum. Héraðsdýralæknir hvers umdæmis skipuleggur bakvaktirnar í samráði við sjálfstætt starfandi dýralæknana.