Skip to main content

Fengu nýjan Grænfána fyrir framúrskarandi frammistöðu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. júl 2022 09:40Uppfært 04. júl 2022 10:13

Brúarásskóli fékk nýverið afhentan nýjan Grænfána frá Landvernd fyrir framúrskarandi frammistöðu í svokölluðu Grænfánaverkefni.

Það verkefni er alþjóðlegt og nær til skólastofnanna sem innleiða breytingar í átt að sjálfbærni í skólastarfinu en það er Landvernd sem hefur umsjón með því hérlendis. Innleiða þarf sjö tiltekin skref í starfinu til að öðlast viðurkenningu með fyrrnefnum Grænfána.

Brúarásskóli hefur fyrir löngu náð þeim áfanga en Grænfánaverkefnið er nú 20 ára hérlendis og Brúarásskóli var einn af þeim fyrstu sem þátt tók í verkefninu. Var talin full ástæða til að afhenda skólanum nýjan fána og flutti Guðrún Schmidt, starfsmaður Landverndar á Austurlandi, ávarp af því tilefni. Nemendur við skólann kynntu á sama tíma enn metnaðarfyllri umhverfissáttmála sinn til næstu framtíðar.

Nemendur skólans stoltir með nýja fánann. Mynd Múlaþing