Skip to main content

Fékk styrk frá HÍ fyrir framúrskarandi árangur í námi og félagsstörfum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 31. ágú 2022 11:13Uppfært 31. ágú 2022 13:38

Katla Torfadóttir var eini Austfirðingurinn sem hlaut náð fyrir augum úthlutunarnefndar Afreks- og hvatningarsjóðs Háskóla Íslands en úthlutun fór fram fyrir skömmu.

Katla, sem útskrifaðist frá Menntaskólanum á Egilsstöðum 2021 eftir að hafa tekið hluta náms vestanhafs í Seattle í Bandaríkjunum, er á fyrsta ári í stærðfræði við menntastofnunina fyrir sunnan en hún er vel þekkt fyrir mikinn áhuga á skák og hefur keppt í þeirri grein bæði á barna- og unglingamótum sem og Norðurlandamóti.

Það er einmitt tilgangur sjóðsins að verðlauna framúrskarandi námsmenn til nýnema við Háskóla Íslands en að þessu sinni hlutu 40 einstaklingar styrk en alls hafa 400 manns notið góðs af frá upphafi. Styrkveitingin hangir þó ekki aðeins á góðum námsárangri heldur og þátttöku í félagsstörfum því samhliða.

Katla ásamt rektor Háskóla Íslands, Jóni Atla Benediktssyni, þegar hún tók við viðurkenningunni við hátíðlega athöfn fyrir stuttu. Mynd HÍ.