Skip to main content

Ferðamaður meiddist í tröppum við Hengifoss

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. jún 2022 17:32Uppfært 27. jún 2022 17:32

Björgunarsveitir, lögregla og sjúkraflutningalið voru í dag kölluð út eftir að erlendur ferðamaður slasaðist á fæti er hann rann í tröppum ofan við bílastæðið við upphaf gönguleiðarinnar.


Samkvæm upplýsingum frá lögreglu er líklegt að maðurinn hafi fótbrotnað. Hann komst niður af sjálfsdáðum þar sem sjúkrabíll tók á móti honum og flutti til læknis.

Síðustu dagar hafa annars verið tíðindalitlir hjá lögreglunni á Austurlandi þótt nóg hafi verið að gera, fyrst og fremst við umferðareftirlit. Töluvert margir ökumenn hafa verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur.

Lögreglan hefur áhyggjur af umferðarhraðanum og hvetur til aðgæslu, jafnt innan bæjar sem utan.