Fimmtán ára starfsafmæli álversins fagnað – Myndir

Talið er að um tvö þúsund manns hafi nýtt tækifærið til að heimsækja álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði þegar slegið var upp afmælisveislu þar síðasta laugardag í tilefni þess að í ár eru 15 ár frá því fyrsta kerið var gangsett.

Álverið getur framleitt allt að 360 þúsund tonn af áli á ári með rafgreiningu súráls í 336 rafgreiningarkerjum.

Miðpunktur hátíðahaldanna var við aðalverkstæði álversins. Þar var komið upp útisviði og á það stigu landsþekktir skemmtikraftar á borð við Aron Can og Siggu Beinteins. Þar voru einnig blöðrulistamenn, hoppukastalar og matreiðslufólk Lostætis með götubita. Þar skammt frá var andlitsmálum, Milwaukee-bíllinn frá Rubix og sýningin „Fólkið í þorpinu“ á vegum Samáls.

Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, setti hátíðina. Hann sagði fyrirtækið hafa reynt að vera góðan þegn í samfélaginu með að skaffa góð störf og svigrúm fyrir samstarfsaðila til þróunar.

Álverið er alla jafna ekki opið gestum en að þessu sinni var hægt að fara um skautsmiðju, aðalgang kerskála og steypuskála. Augljóst var að margar fjölskyldur starfsmanna nýttu þetta tækifæri til að skoða vinnustaðinn og víða voru starfsmenn á ferðinni í leiðsögn.

Starfsemi var með eðlilegum hætti í steypuskálanum og kerskálanum, enda starfar álverið á fullum afköstum alla daga, allan ársins hring. Bráðið ál er flutt úr kerskálunum yfir í steypuskálann og unnið þar í afurðir sem seldar eru til Evrópu. Verðmætasta afurðin eru álvírar, sem notaðir eru í leiðara í háspennuköplum. Vírarnir eru um 25% framleiðslunnar. Önnur 25% framleiðslunnar eru tíu kílóla stangir úr úr álblöndum fyrir bílaiðnað. Afgangurinn fer óblandaður í svokallaða hleifa sem vega um 670 kílógrömm.

Úr miðju kerskálanna má meðal annars virða fyrir sér hreinsivirkin á svæðinu. Þau eru tvö hvort þeirra sinnir helmingi kerskálanna. Í hvoru hreinsivirki eru sex stórir blásarar sem soga stöðugt loft út úr kerunum. Afsogið í hvoru hreinsivirki er um 460 rúmmetrar á sekúndu sem þýðir að 2,74 rúmmetrar af lofti eru sogaðir út úr hverju keri á sekúndu.

Útblásturinn frá hreinsivirkjunum er sameinaður í einum reykháfi sem skýtur útblæstrinum upp í loftið þannig að dreifing mengandi efna verði sem mest og styrkur þeirra niðri við jörðu sem minnstur. Þegar loftið fer út um reykháfinn er hraðinn um 22 metrar á sekúndu og hitinn getur verið 85°C. Reykháfurinn er 78 metra hár, þremur og hálfum metra hærri en Hallgrímskirkjuturn og 60 sentimetrum hærri en turninn við Smáratorg í Kópavogi sem telst vera hæsta bygging á Íslandi.

Afköst í skautsmiðjunni voru minnkuð í tilefni dagsins, en hægt er á henni tvo daga í viku fyrir viðhald. Á yfirbyggingu kers eru matarar fyrir súrál og skautbrú sem heldur uppi 40 kolefnisforskautum. Kolefnið í forskautunum brennur upp í rafgreiningarferlinu þegar það binst súrefni úr súrálinu og myndar loftkennt koldíoxíð (CO2). Í forskautunum eru þúsund kílógramma kolefnisblokkir sem koma frá rafskautaverksmiðju Alcoa í Noregi.

Forskautin endast í um það bil 26 sólarhringa þannig að skipta þarf um nærri 540 forskaut á dag. Til þess eru notaðir sérstakir skautskiptakranar. Samtals eru forskautin 13.440 í öllum kerunum. Skautsmiðjan sér um að festa kolefnisblokkirnar á gaffla úr áli og stáli. Hinn meginþátturinn í starfsemi skautsmiðjunnar er hreinsun skautleifa og skautgaffla.

Alcoa 15ara Agust22 0008 Web
Alcoa 15ara Agust22 0011 Web
Alcoa 15ara Agust22 0014 Web
Alcoa 15ara Agust22 0017 Web
Alcoa 15ara Agust22 0018 Web
Alcoa 15ara Agust22 0022 Web
Alcoa 15ara Agust22 0025 Web
Alcoa 15ara Agust22 0029 Web
Alcoa 15ara Agust22 0032 Web
Alcoa 15ara Agust22 0033 Web
Alcoa 15ara Agust22 0035 Web
Alcoa 15ara Agust22 0038 Web
Alcoa 15ara Agust22 0050 Web
Alcoa 15ara Agust22 0057 Web
Alcoa 15ara Agust22 0060 Web
Alcoa 15ara Agust22 0061 Web
Alcoa 15ara Agust22 0063 Web
Alcoa 15ara Agust22 0067 Web
Alcoa 15ara Agust22 0070 Web
Alcoa 15ara Agust22 0071 Web
Alcoa 15ara Agust22 0075 Web
Alcoa 15ara Agust22 0077 Web
Alcoa 15ara Agust22 0079 Web
Alcoa 15ara Agust22 0082 Web
Alcoa 15ara Agust22 0090 Web
Alcoa 15ara Agust22 0091 Web
Alcoa 15ara Agust22 0093 Web
Alcoa 15ara Agust22 0094 Web
Alcoa 15ara Agust22 0099 Web
Alcoa 15ara Agust22 0100 Web
Alcoa 15ara Agust22 0104 Web
Alcoa 15ara Agust22 0118 Web
Alcoa 15ara Agust22 0119 Web
Alcoa 15ara Agust22 0121 Web
Alcoa 15ara Agust22 0128 Web
Alcoa 15ara Agust22 0132 Web
Alcoa 15ara Agust22 0141 Web
Alcoa 15ara Agust22 0145 Web
Alcoa 15ara Agust22 0148 Web
Alcoa 15ara Agust22 0156 Web
Alcoa 15ara Agust22 0157 Web
Alcoa 15ara Agust22 0158 Web
Alcoa 15ara Agust22 0159 Web
Alcoa 15ara Agust22 0162 Web
Alcoa 15ara Agust22 0165 Web
Alcoa 15ara Agust22 0169 Web
Alcoa 15ara Agust22 0176 Web
Alcoa 15ara Agust22 0181 Web
Alcoa 15ara Agust22 0183 Web
Alcoa 15ara Agust22 0187 Web
Alcoa 15ara Agust22 0193 Web
Alcoa 15ara Agust22 0197 Web
Alcoa 15ara Agust22 0200 Web
Alcoa 15ara Agust22 0215 Web
Alcoa 15ara Agust22 0217 Web
Alcoa 15ara Agust22 0180 Web
Alcoa 15ara Agust22 0206 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.