Fiskeldi Austfjarða selur í Ísþóri
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 18. ágú 2022 16:16 • Uppfært 18. ágú 2022 16:17
Gengið hefur verið frá sölu helmingshlutar Fiskeldis Austfjarða í seiðaeldisstöðinni Ísþóri til Arnarlax fyrir um 4,5 milljarða króna.
Upphaflega var tilkynnt um kaupin í lok maí en Samkeppniseftirlitið staðfesti viðskiptin í byrjun mánaðarins.
Arnarlax og Fiskeldi Austfjarða áttu áður stöðina, sem staðsett er í Þorlákshöfn, til helminga en Fiskeldi Austfjarða hefur nú selt sig út úr henni.
Fiskeldi Austfjarða hefur að undanförnu staðið fyrir uppbyggingu á fiskeldi við Öxarfjörð. Fyrirtækið sameinaðist á þessu ári Löxum fiskeldi en það fyrirtæki átti fyrir þrjár seiðaeldisstöðvar í Ölfusi.