Fjarðabyggð gerir athugasemd við könnun ASÍ
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 25. okt 2022 08:56 • Uppfært 25. okt 2022 08:56
Fjarðabyggð gerir athugasemd við nýlega könnun ASÍ á frístundastyrkjum sveitarfélaga.
Á vefsíðu sveitarfélagsins segir að Fjarðabyggð vilji koma eftirfarandi á framfæri vegna könnunar ASÍ á frístundarstyrkjum sveitarfélaga:
„Samkvæmt könnunni eru styrkir Fjarðabyggða til frístunda barna þeir lægstu á landinu að undanskildum Ísafjarðarbæ og Grindavíkurbæ.
Rétt er að beinir styrkir til foreldra eru 10.000 kr. á barn. Auk þess nema beinir styrkir til íþróttafélaga í sveitarfélaginu um 63 milljónum. Því má horfa á að heildarstyrkir á hvert barn á aldrinum 6-18 ára í Fjarðabyggð nemi því um 88.544 kr.
Þessir styrkir hjálpa því eflaust til í því að íþróttafélögin í Fjarðabyggð geta boðið uppá mun ódýrari æfingagjöld en gengur og gerist annarstaðar og er munurinn í einhverjum tilvikum allt að 50%.“
„Samkvæmt könnunni eru styrkir Fjarðabyggða til frístunda barna þeir lægstu á landinu að undanskildum Ísafjarðarbæ og Grindavíkurbæ.
Rétt er að beinir styrkir til foreldra eru 10.000 kr. á barn. Auk þess nema beinir styrkir til íþróttafélaga í sveitarfélaginu um 63 milljónum. Því má horfa á að heildarstyrkir á hvert barn á aldrinum 6-18 ára í Fjarðabyggð nemi því um 88.544 kr.
Þessir styrkir hjálpa því eflaust til í því að íþróttafélögin í Fjarðabyggð geta boðið uppá mun ódýrari æfingagjöld en gengur og gerist annarstaðar og er munurinn í einhverjum tilvikum allt að 50%.“