Fjarðabyggð gerir samstarfssamning við Samtökin '78

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt nýjan samstarfssamning við Samtökin '78 - félag hinsegin fólks á Íslandi, um fræðslu til handa starfsfólki sveitarfélagsins næstu þrjú árin.

Samkvæmt samningnum skulu samtökin fræða hina ýmsu aðila innan sveitarfélagsins um kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkenni fólks með það að markmiði að auka almenna þekkingu á málefnum hinsegin fólks. Sú fræðsla nær til starfsfólks sveitarfélagsins, stjórnenda, hluta nemenda grunnskóla Fjarðabyggðar auk almennrar ráðgjafar fyrir íbúa.

Félagsmálanefnd hafði áður mælt með slíkum samningi enda gegni Samtökin '78 gríðarlega mikilvægu fræðslustarfi fyrir samfélagið allt. Brýnt sé að sveitarfélög almenn séu leiðandi í jafnréttismálum, sporni gegn óæskilegri orðræðu og fordómum og hinsegin fræðsla sé stór hluti af því. Virðing og mannréttindi skuli ávallt hafa að leiðarljósi í samfélaginu.

Samningurinn er til ársins 2025 og kostar sveitarfélagið rúmar þrjár milljónir króna yfir það tímabil.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.