Fjórir slösuðust í þremur slysum í október

Alls voru skráð þrjú umferðarslys á Austurlandi samkvæmt bókum lögreglunni á Austurlandi í októbermánuði en í þeim slösuðust alls fjórir einstaklingar. Þar um að ræða bílveltur í tveimur tilvikum en rafskútuslys í þriðja tilfellinu.

Umferðarslysum hér austanlands hefur fjölgað lítillega það sem af er ári samkvæmt tölfræði lögreglu sé miðað við allra síðustu ár en fækkað heldur miðað við síðasta áratug eða svo. Ekkert umferðarslys hefur verið skráð það sem af er þessum mánuði.

Þann 8. október valt bifreið á austurleið á þjóðveginum yfir Möðrudal en hálka var á veginum á þeim tíma. Fór bifreiðin, sem var á sumardekkjum, nokkrar veltur og tveir einstaklingar slösuðust nokkuð. Voru báðir fluttir á heilsugæsluna á Egilsstöðum til aðhlynningar.

Tólf dögum síðar valt bifreið á Vakursstaðavegi rétt utan Vopnafjarðar en orsakir þess eru ókunnar. Ökumaður var einn í bifreiðinni og slapp án teljandi meiðsla.

Þá slasaðist ungur maður á ökkla þegar hann féll af rafskútu á leið niður brekku á Egilsstöðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.