Fleiri smáspýjur sjáanlegar undir Bjólfi

Greina má fleiri örskriður í hlíðinni í norðanverðum Seyðisfirði en þær tvær sem fundust í gær, ef vel er að gáð. Þær eru þó víðsfjarri því að ná niður í byggð.

Skriðurnar eru vandfundar með beru auga en er hægt að sjá í gegnum kíki ef vel er að gáð. Þær eru flestar við svokallaða Kálfabotna.

Vatn er nú sjáanlegt í flestum lækjarfarvegum á Seyðisfirði. Heldur hefur þó dregið úr þeim frá í gær samhliða því sem rigningin hefur minnkað.

Samkvæmt yfirliti frá Veðurstofu Íslands var úrkoma á Seyðisfirði undanfarinn sólarhring um 40 mm, heldur meiri í Neðri-Botnum en í bænum. Í Vestdal mældust um 30 mm.

Kólnað hefur í veðri og snjólínan færst neðar. Veðurstofan býst við að sú þróun haldið áfram og frostmarkshæð verði í 50-100 annað kvöld.

Smávægileg hreyfing hefur sést á Búðarhrygg og í kringum stóra skriðusárið, eins í Þófa og Þófabrún. Ekki þykir ástæða til rýminga en umferð við lækjar- og skriðufarvegi þykir ekki æskileg. Girt var fyrir umferð á göngustíg upp með Búðará að fossinum í dag.

Vatnshæð í borholum er fremur há en hefur lækkað eða staðið í stað síðan draga fór úr úrkomu klukkan sex í morgun.

Á aðalmyndinni smá sjá ummerki um tvær smáspýjur innan við Kálfabotna. Aðrar myndir sýna umhverfið á Seyðisfirði eftir hádegi í dag.

Egs Sfk Vatn 20221121 0055 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0091 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0098 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0102 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0104 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0120 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0123 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0125 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0128 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0129 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0134 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0139 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0140 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0145 Web


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.