Skip to main content

Flest umferðarslys í ágústmánuði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. sep 2022 10:26Uppfært 27. sep 2022 10:37

Alls níu umferðarslys urðu austanlands í ágústmánuði með þeim afleiðingum að ellefu einstaklingar þurftu á læknisaðstoð að halda.

Þetta kemur fram í tölfræði Lögreglunnar á Austurlandi en ágústmánuður er þannig versti slysamánuður ársins hingað til í fjórðungnum. Athygli vekur að sunnudagurinn 7. ágúst reyndist sérstaklega slæmur en þann dag urðu þrjú slysanna í mánuðinum.

Alls hafa því orðið 32 umferðarslys á Austurlandi frá áramótum fram til september sem er töluverð fjölgun frá fyrra ári þegar þau voru tuttugu á sama tímabili.

Góðu heilli reyndust fá slysanna í ágúst mjög alvarleg. Aðeins í einu tilviki voru áverkar það alvarlegir að senda þurfti viðkomandi suður til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Tveir aðrir voru fluttir á sjúkrahúsið í Neskaupstað en aðrir slösuðust aðeins lítillega.