Skip to main content

Fljúga með þotu til að mæta röskunum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. jún 2022 13:26Uppfært 30. jún 2022 14:24

Icelandair mun fljúga með þotu til og frá Egilsstöðum í kvöld til að mæta röskun sem orðið hefur á flugáætlun í dag vegna bilana.


Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þotan á að fara í loftið frá Reykjavík klukkan 19:30 og Egilsstöðum 21:15. Þar á undan mun hún fara til Akureyrar.

Viðskiptavinir sem ekki geta nýtt sér flugið geta fengið endurgreiðslu með að fylla út eyðublað á vef Icelandair eða hringja í þjónustuver. Annar kostur er að breyta fluginu yfir á annan dag.

Morgunfluginu austur í morgun var aflýst eftir bilun í vél sem átti byrja daginn á að fljúga til Akureyrar. Þangað fór hún ekki heldur var snúið aftur við til Reykjavíkur.

Er þetta aðeins nýjasta atvikið í langri röð raskana síðustu vikur sem forsvarsfólk Icelandair hefur skýrt með aukinni eftirspurn eftir flugi eftir afléttingu samkomutakmarkanna, samhliða viðhaldi á vélum erlendis.

Undanfarna daga hefur flugið ítrekað verið langt á eftir áætlun. Þannig þannig hafa verið verulegar seinkunnir, upp á klukkutíma og oft meira en tvo, í að minnsta kosti einu flugi á dag síðan undanfarna viku.