Flóð í Lagarfljóti – Myndir

Vatnsyfirborð Lagarfljóts hefur farið lækkandi í dag eftir að hafa náð hámarki um klukkan níu í gærkvöldi. Hálfan metra vantaði upp á að það næði upp á braut Egilsstaðaflugvallar.

Vatnsyfirborð Lagarfljóts hefur risið smám saman undanfarna viku vegna mikilla rigninga á Austurlandi. Hápunktinum var náð um klukkan níu í gærkvöldi og hafði það þá hækkað um tvo metra á viku, þar af um tæpan metra í gær.

Í gærkvöldi náði fljótið upp í 22,38 metra við Lagarfljótsbrúna, samkvæmt tölum frá Veðurstofu Íslands. Sunnudaginn fyrir viku var það í 20,49 metrum. Gögnin þar ná aftur til ársins 2018. Stærsti toppurinn á þeim tíma var 21,66 metrar þann 1. júní árið 2020.

Tvö stórflóð urðu í fljótinu haustið 2002. Í því síðara, í lok nóvember, náði vatn inn á enda flugbrautarinnar og svæðið milli hennar og flugstöðvarinnar. Vatnsyfirboðið fór þá upp í 22,99 metra. Rúmum mánuði fyrr hafði það farið í 22,95 metra. Farþegar og farangur voru þá fluttir með rútu inn í bygginguna.

Heldur hefur lækkað í fljótinu í dag og klukkan 17:00 var vatnsyfirborðið komið niður í 22,23 metra.

Á Héraði tók að stytta upp seinni partinn í gær en áfram hafa komið reglulega skúrir. Vatnsstaða er áfram víða há, til dæmis nær Jökulsá í Fljótsdal vel upp á tún bænda. Grímsá, sem flæddi fyrir viku, er enn vatnsmikil þótt hún sé aðeins svipur hjá sjón miðað við það sem hún var þá. Búið er að ná annarri af þeim tveimur skurðgröfum sem lentu í flóðinu við brúna yfir þjóðveginn upp á þurrt.

Núverandi veðurspár gera ráð fyrir að þurrt verði að mestu á Héraði þar til líður á miðvikudag.

Myndir: Unnar & Gunnar

Dji Fly 20221121 104740 90 1669028055997 Photo Web
Dji Fly 20221121 110440 100 1669028873876 Photo Web
Dji Fly 20221121 110618 103 1669028857939 Photo Web
Dji Fly 20221121 111336 109 1669030555107 Pano Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0002 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0005 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0008 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0014 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0018 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0029 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0038 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0043 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0047 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0049 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0051 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0054 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0070 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0083 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0084 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0085 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0089 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0093 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0096 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0111 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0147 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0148 Web
Egs Sfk Vatn 20221121 0151 WebDemo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.