Fólki austanlands heimilt að setja undir nagladekk
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 11. okt 2022 13:50 • Uppfært 11. okt 2022 15:04
Lögreglan á Austurlandi mun ekki gera veður úr ef bíleigendur setja nagladekk undir bíla sína þó enn séu tæpar þrjár vikur í að það sé formlega heimilt lögum samkvæmt.
Þetta er staðfest á fésbókarsíðu Lögreglunnar á Austurlandi þar sem einstaklingur forvitnaðist sérstaklega um hvort lögregla myndi gera athugasemdir við nagladekk væru þau sett undir bíla núna. Tæknilega er slíkt óheimilt fyrr en lok þessa mánaðar eða þann 31. október.
Þvert á móti er lögregla hér austanlands mjög hlynnt því að almenningur hafi varann á sér enda sé tíðin þannig þetta haustið að ekki sé ráð nema í tíma sé tekið.
Hálka víða verið á vegum Austurlands síðustu sólarhringa en ekki verður amast við ef fólk vill setja nagladekk undir bíla sína að svo stöddu.