Skip to main content

Forsætisráðherra skoðaði skemmdir vegna óveðursins á Reyðarfirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. okt 2022 12:20Uppfært 05. okt 2022 12:24

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Fjarðabyggð í gær og fékk fylgd um nokkra þá staði í bænum sem hvað verst urðu úti í óveðrinu sem gekk yfir Austurland fyrir rúmri viku.

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Jón Björn Hákonarson, tók á móti Katrínu auk þeirra Hjördísar Helgu Seljan, Stefáni Þór Eysteinssyni og Ragnars Sigurðssonar en meðal annars voru skoðaðar skemmdirnar á Stríðsárasafninu og á slökkvistöðinni. Starfsmenn slökkviliðsins teknir tali en skemmdir þar voru sérstaklega miklar.

Í lokin var sest niður á bæjarskrifstofunni og rætt um helstu áherslur bæjaryfirvalda, fjármál sveitarfélaga og sameiningarmál að því er fram kemur í tilkynningu frá Fjarðabyggð.

Töluverðar skemmdir urðu á Stríðsárasafninu á Reyðarfirði og skoðaði forsætisráðherra ummerki þess á ferð sinni í gær. Mynd Fjarðabyggð