Skip to main content

Fótbolti: Valinn í U-15 ára landsliðið

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. ágú 2022 09:33Uppfært 25. ágú 2022 09:51

Árni Veigar Árnason úr Hetti tók í síðustu viku þátt í tveimur æfingaleikjum íslenska U-15 ára landsliðsins í knattspyrnu gegn Færeyjum.


Leikirnir voru báðir spilaðir ytra. Árni Veigar var kallaður inn í hópinn með skömmum fyrirvara eftir meiðsli.

Árni Veigar kom inn á sem varamaður síðustu 20 mínúturnar í fyrri leiknum en var í byrjunarliði í seinni leiknum. Hann var þó ekki meðal markaskorara í tveimur 4-0 sigrum.

Árni var ekki eini Héraðsbúinn í hópnum Gunnar Borgþórsson, sem árum saman hefur þó unnið fyrir Selfoss, er annar aðstoðarþjálfara liðsins.

Fleiri Austfirðingar hafa líka verið valdir í landsliðsverkefni á síðustu dögum. Freyja Karín Þorvarðardóttir úr Neskaupstað, sem nú leikur fyrir Þrótt Reykjavík, er í U-19 ára hópi kvenna sem leikur gegn Svíþjóð og Noregi í byrjun september.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, leikmaður Breiðabliks frá Egilsstöðum, er í A-landsliðinu sem mætir Belarús og Hollandi í forkeppni Evrópumótsins um svipað leiti.

Mynd: Aðsend