Fyrirlestur um krabbameinsvaldandi erfðabreytingar

Krabbameinsfélag Austfjarða og Brakkasamtökin standa fyrir fyrirlestri um krabbameinsvaldandi erfðabreytingar, ráðgjöf og ljósmyndasýningu á laugardag.

Það er Vigdís Stefánsdóttir, erfðaráðgjafi, sem flytur erindið „Ekki bara BRCA“ þar sem hún ræðir um bæði BRCA-genið og aðrar erfðabreytingar sem geta valdið krabbameini.

BRCA-genin svokölluðu eru tvö og erfast eins og önnur gen milli kynslóða á þeim. Ákveðin útgáfa þessara gegna aukið hættuna á brjóstakrabbameini í konum en blöðruhálskirtilskrabbameini í körlum. Þekking á genunum hefur aukist og er því skimað fyrir þeim í ákveðnum ættum hérlendis. Hluti þessara ætta hefur rætur sínar á Austfjörðum.

Vigdís býður upp á ráðgjöf fyrir einstaklinga eftir fyrirlesturinn en markmiðið með fyrirlestrinum er að gefa fólk sem mögulega ber genin upplýsingar um hvaða möguleikar eru í boði um eftirlit eða aðgerðir sem minnkað geta hættuna á meini.

Aðrir fyrirlesarar verða Fáskrúðsfirðingarnir Hrefna Eyþórsdóttir frá Krabbameinsfélagi Austfjarða og gjaldkeri Brakkasamtakanna sem ræðir um samtökin og lífið með BRCA og Kristrún Selma Ölversdóttir, BRCA arfberi.

Þá verður opnuð ljósmyndasýningin „Of ung fyrir krabbamein – Saga Sóleyjar.“ Á henni eru myndir Þórdísar Erlu Ágústsdóttur ljósmyndara sem fylgdi eftir Sóleyju Björgu Ingibergsdóttur, sem greindist 27 ára gömul með brjóstakrabbamein, í gegnum allt hennar ferli. Þórdís Erla verður með leiðsögn um sýninguna við opnunina.

Dagskráin verður á laugardag frá klukkan 13-17 í húsi Krabbameinsfélags Austfjarða að Sjávargötu 1 á Reyðarfirði. Hægt verður að fylgjast með viðburðinum í gegnum streymi og fyrirlestrarnir munu verða aðgengilegir á heimasíðu Brakkasamtakanna. Allir velkomnir hvernig svo sem þeir tengjast málefninu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.