Gangalokanir vegna slökkviæfinga næstu tvö kvöld
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 29. nóv 2022 14:46 • Uppfært 29. nóv 2022 14:47
Lokað verður fyrir umferð um Norðfjarðargöng og Fáskrúðsfjarðargöng næstu tvö kvöld vegna æfingar slökkviliðs.
Norðfjarðargöng verða lokuð á morgun, miðvikudaginn 30. nóvember en Fáskrúðsfjarðargöngin á fimmtudag 1. desember. Báðar lokanirnar gilda frá klukkan 20-23.
Hjáleið verður um Vattarnesveg meðan Fáskrúðsfjarðargöngin eru lokuð. Hægt verður að hleypa umferð í gegn, svo sem sjúkrabílum, ef þarf meðan æfingunni stendur.
Mynd: Jens Einarsson