Gefa sér nokkur ár til að skipta út glóperum í Múlaþingi

Forgangur er hjá sveitarfélaginu Múlaþingi að skipta út hefðbundnum glóperum ljósastaura í ljósdíóður [LED] í helstu þéttbýliskjörnum áður en hafist verður handa við að að skipta þeim út í dreifbýlinu. Það ferli gæti tekið nokkur ár.

Austurfrétt lék hugur að vita áætlanir Múlaþings varðandi að skipta út gamaldags glóperum fyrir LED-perur í ljósastaurum innan sveitarfélagsins en vart fyrirfinnst auðveldari leið til að spara mikið rafmagn og kostnað aukinheldur með tilliti til að LED-perur nota 70% til 90% minna rafmagn en hefðbundnar perur, eru almennt öruggari og endast töluvert lengur en eldri tegundir af glóperum.

Í svari sveitarstjóra Múlaþings, Björns Ingimarssonar, við fyrirspurninni kemur fram að ekki sé búið að áætla hvenær skipta skal út gömlum glóperum fyrir LED í dreifbýli sveitarfélagsins. Unnið sé að uppsetningu LED í ljósastaura í helstu bæjarkjörnum en til þess sé horft að skipta út í sveitunum eftir því sem fjármagn og tími gefist til í framtíðinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.