Skip to main content

Gestir á hátíðum helgarinnar til fyrirmyndar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. júl 2022 15:07Uppfært 18. júl 2022 15:07

Lögreglan á Austurlandi hrósar gestum sem sóttu LungA á Seyðisfirði og Útsæðið á Eskifirði fyrir framúrskarandi hegðun.


Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar á Facebook.

Þar segir að fjöldi fólks hafi komið saman í tengslum við LungA og það sé mat lögreglunnar að afar vel hafi tekist til með skipulag hátíðarinnar og eftirlit allra sem að henni komu, auk þess sem gestir voru „til mikillar fyrirmyndar.“ Ekki er vitað um nein stór mál.

Sama hafi verið síðan uppi á teningnum á Eskifirði og því hrósi lögreglan öll sem að komu og þátt tóku.

Lögreglan hefur annars minnt ökumenn í fjórðungnum á að fara gætilega. Meðal annars hefur hún áminnt ökumenn um að virða hraðatakmarkanir á vinnusvæðum á vegum, sem meðal annars eru ætlaðar til að tryggja öryggi þeirra sem þar vinna. Til að tryggja það má gera ráð fyrir hraðamælingum á slíkum köflum.